Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél. Bjart að mestu um landið norðaustanvert, en stöku skúrir þar seinnipartinn.

Heldur hægari vestlæg átt á morgun. Bjart með köflum og líkur á stöku skúrum eða slydduéljum, einkum fyrrpartinn, en léttskýjað á Suðausturlandi.

Hiti 3 til 11 stig yfir daginn.

Spá gerð 07.05.2024 15:28

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Gos12042024

Kvikusöfnun og landris heldur áfram í Svartsengi - 7.5.2024

Uppfært 7. maí kl. 15:45

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram. Hraun rennur stutta vegalend frá gígnum og virknin í gígnum fer minnkandi. Litlar eða engar breytingar hafa orðið á suðurhluta hraunbreiðunnar nærri varnargörðunum austan Grindavikur síðustu vikuna.

Kvikusöfnun og landris heldur áfram í Svartsengi. Hefur hraðinn haldist nánast óbreyttur síðustu vikur (sjá mynd hér að neðan). Þessar mælingar benda til þess að þrýstingur haldi því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu. Áfram eru því líkur á nýju kvikuhlaupi úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2024 - 3.5.2024

Apríl var kaldur um allt land, einkum á Norður- og Austurlandi. Óvenjuþurrt var í mánuðinum víða um land að undanskildu norðausturhorni landsins. Þar var tiltölulega snjóþungt fram eftir mánuði og töluvert um samgöngutruflanir. Mjög sólríkt var í Reykjavík. Lesa meira
Mynd24042024

Síðasti vetrardagur er í dag - 24.4.2024

Íslenski veturinn, frá fyrsta vetrardegi 28. október 2023 til og með 24. apríl 2024 var kaldur. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er, -1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Íslenski veturinn hefur ekki verið eins kaldur síðan veturinn 1998-99. Að tiltölu var kaldara á norðanverðu landinu. En veður var almennt gott. Það var hægviðrasamt og illviðri tiltölulega fátíð. Veturinn var óvenjulega þurr og sólríkur suðvestanlands og er veturinn sá sólríkasti í Reykjavík frá upphafi mælinga.

Lesa meira
Mynd122042024

Árið 2023 var ár andstæðna í Evrópu - 22.4.2024

Evrópa er ekki undanskilin þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga. Hlýnun mælist hröðust í Evrópu, en hiti álfunnar hækkar tvöfalt á við hnattræna hlýnun. Árið 2023 mældist hiti í Evrópu 1,0 °C hærri en meðalhiti viðmiðunartímabilsins 1991-2020 og 2,6 °C hærri en fyrir iðnbyltingu. Ársmeðalhiti var yfir meðallagi í nær allri álfunni árið 2023, ef frá eru talin Skandinavía, Ísland og suðausturhluti Grænlands.

Lesa meira
Eldgos08042024BO

Mánuður liðinn frá upphafi fjórða eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni - 16.4.2024

Í dag er liðinn einn mánuður frá upphafi eldgossins sem nú er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgosið, sem hófst að kvöldi 16. mars, er það fjórða frá því að kvikusöfnun hófst undir Svartsengi í lok október 2023. Eldgosið nú hefur staðið lengst allra eldgosanna á Sundhnúksgígaröðinni í þessari hrinu eldgosa og næstlengst þeirra gosa sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðan 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra, en það stóð yfir í um 6 mánuði.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2024 - 5.4.2024

Mars var sólríkur, þurr og tiltölulega hlýr á suðvestanverðu landinu. Það var kaldara og úrkomusamara á norðanverðu landinu. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi stóran hluta mánaðarins. Töluverð snjóþyngsli voru á norðan- og austanverðu landinu í lok mánaðar, auk hvassviðris sem ollu þónokkrum samgöngutruflunum. Nokkur fjöldi snjóflóða féll í þessum landshlutum.
Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Mistur, Snæfell

Mistur

Mistur samanstendur af þurrum og örsmáum rykögnum, sem eru ósýnilegar hver fyrir sig, en draga þó úr skyggni, sveipa landið hulu og deyfa litbrigði þess. Mistrið er bláleitt séð móti dökkum bakgrunni (fjallablámi) en gulleitt ef það ber við björt ský, jökla eða sólina. Stundum er það upprunnið á heimaslóð sem moldrok úr söndum landsins og er sandgult eða grábrúnleitt verði það mjög þétt. Hingað berst einnig mistur frá Evrópu, það er að jafnaði bláleitara en það innlenda.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica